Hafís við Ísland 10. júní 2018 kl 19:06. Mynd: vedur.is
Hafís við Ísland 10. júní 2018 kl 19:06. Mynd: vedur.is
Fréttir | 11. júní 2018 - kl. 10:22
Borgarísjaki í Húnaflóa

Hafísbreiða er nú fyrir utan Hornstrandir og rekur hún í norðurátt samkvæmt nýjum gervihnattamyndum sem sjá má á vef Veðurstofu Íslands. Meðfylgjandi gervitunglamynd var tekin klukkan 19 í gærkvöldi og á henni má sjá dreifðan hafís um 4 sjómílur austan við Horn. Borgarís færist suður, en hafísinn hefur hnikast til norðurs miðað við útmörkin í gærmorgun.

Í Morgunblaðinu í dag segist Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og hafíssérfræðingur vona að þetta sleppi til. Fólk hafi áhyggjur af því að hafísinn fari inn í Húnaflóann. Þar eru sterkir strandstraumar og þegar ísinn er kominn ákveðið langt inn, þá grípa straumarnir hann og draga hann inn í flóann.

Fram kemur að líklegt er að borgarísjaki, sem rekið hefur inn í Húnaflóa, fari lengra inn í flóann, strandi og brotni niður. Jakinn er um 10 metrar yfir yfirborði hafsins, um 170 m á lengd og um 150 m á breidd.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga