Fullveldispeysur. Ljósm: FB/knittingfestival
Fullveldispeysur. Ljósm: FB/knittingfestival
Fullveldispeysur. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Fullveldispeysur. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Fullveldispeysan. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Fullveldispeysan. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Eliza Reid og Jóhanna E. Pálmadóttir. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Eliza Reid og Jóhanna E. Pálmadóttir. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Frá hátíðarkvöldverðinum. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Frá hátíðarkvöldverðinum. Ljósm: Kristín Guðmannsdóttir.
Fréttir | 11. júní 2018 - kl. 15:30
Fullveldispeysan valin á Prjónagleði

Kristjana K. Jónsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppninni á Fullveldispeysunni. Markmið samkeppninnar var að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í menningu og sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Í umsögn dómnefndar segir: „Fallegt litasamspil; leikið með náttúrulega gráa tóna íslensku ullarinnar. Skýr skírskotun í sögu og náttúru landsins í fortíð og nútíð. Snið sem hentar flestum, tilvalin til að nota við ýmis tilefni. Hentar báðum kynjum, fullorðnum samt sem börnum.“

Ásta G. Kristjánsdóttir hlaut önnur verðlaun en í umsögn dómnefndar um hennar peysu segir: „Peysan er með fallegu og kvenlegu sniði. Tæknilega vel útfærð og á baki peysunnar er rósaleppuprjón notað á áhugaverðan hátt.“

Svanhildur Bjarnadóttir hlaut þriðju verðlaun og segir þetta í umsögn dómnefndar: „Áhugavert snið, kvenleg flík sem vísar í íslenska kvenbúninginn. Flíkin er tæknilega vel og fallega útfærð á einfaldan hátt.“

Tilkynnt var um vinningshafana í hönnunarsamkeppninni á hátíðarkvöldverði Prjónagleðinnar á Hótel Blöndu síðastliðið laugardagskvöld. Eliza Reid, forsetafrú, upplýsti um verðlaunin og afhenti þau.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga