Ljósm: thytur.123.is
Ljósm: thytur.123.is
Fréttir | 12. júní 2018 - kl. 16:51
Stórmót húnvetnskra hestamanna

Stórmót húnvetnskra hestamanna fer fram á Blönduósi á laugardaginn, 16. júní. Um er að ræða sameiginlegt gæðingamót og úrtökumót fyrir hestamannafélögin Neista, Þyt og Snarfara fyrir Landsmótið 2018.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
B-flokk gæðinga
C- flokk gæðinga (bls 45 í reglunum og í Sportfeng er það undir annað, minna vanir)
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
Skeið 100m
Tölt (árangur fæst ekki skráður)
 Pollar (9 ára og yngri á árinu)

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 13. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/

Þytur er skráð sem hestamannafélagið sem heldur mótið í Sportfeng. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. Fyrir börn og unglinga .2000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 1.500 kr. á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið hækkar skráningargjaldið um 1.000 kr. Skráningargjald verður að greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com.

Kt: 550180-0499 Rnr: 0159 – 15 – 200343

Vinsamlegast veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Neista-, Snarfara-, og/eða Þytsfélaga. Varðandi úrtökumót verður eigandi hests að vera skuldlaus við félagið. Sá sem skuldar árgjald frá fyrra ári hefur ekki keppnisrétt á mótum sem félagið er aðili að. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni, http://www.lhhestar.is/././lh_logogreglur_28032017_prent.pdf

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga