Fréttir | 14. júní 2018 - kl. 11:06
Harmonikkuhátíð á Laugarbakka

Á morgun hefst Harmonikkuhátíð fjölskyldunnar í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka í Miðfirði og stendur hún fram á sunnudag. Dansað verður föstudags- og laugardagskvöld frá klukkan 21:00-01:00. Á laugardaginn verður skemmtidagskrá, happdrætti og kaffihlaðborð frá klukkan 14:00. Gott svæði er á Laugarbakka fyrir fellihýsi, húsbíla, tjaldvagna og tjöld. Aðgangseyrir yfir helgina er kr. 6.000.

Föstudagskvöldið 15. júní spilar Nikkólína fyrir dansi og laugardagskvöldið 16. júní spilar Hljómsveit Sveins Sigurjónssonar fyrir dansi. Það eru Harmonikkufélagið Nikkólína og Harmonikkuunnendur í Húnavatnssýslum sem hafa veg og vanda að Harmonikkuhátíðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga