Fréttir | 14. júní 2018 - kl. 11:20
Hátíðardagskrá á Hvammstanga á sunnudaginn

Hátíðarhöld verða við Félagsheimilið á Hvammstanga á sunnudaginn í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Yfirbragð hátíðarhaldanna mun minna á gamla tíma. Boðið verður upp á andlitsmálun, götumat, handíðir, skemmtiatriði og leiki fyrir alla fjölskylduna. Hátíðargestir eru beðnir um að komið með lautarferðarteppi og njóta sumarsólarinnar, nú eða rigningarinnar. Dagskráin hefst klukkan 11:30 en ávarp fjallkonunnar verður klukkan 16:30.

Dagskrá 17. júní hátíðarhalda á Hvammstanga:

11:30 – 13:00 – Búið til hátíðarborða, fána og skrúðgöngubrúður með Handbendi Brúðuleikhúsi, Möggu Sól og handverksfólki.

13:00 – 16:00 – Listasmiðja með Danielle Rante (í samstarfi við NES listamiðstöð á Skagaströnd). Frekari upplýsingar um vinnusmiðjuna hér að neðan.

14:30 – 18:00 Ýmislegt við að vera sunnan við Félagsheimilið. Pylsur, handíðir, leikir og fleira.

15:00 Zúmba fyrir alla fjölskylduna með Guðrúnu Helgu

16:00 –​ Komum saman við Félagsheimilið þaðan sem skrúðgangan leggur af stað. Gaman ef þið væruð í þjóðbúning, ef þið eruð svo heppin að eiga svoleiðis (eða fótboltabúningnum) og ekki gleyma að koma með skrúðgöngubrúðuna, fána og borða. Hestamannafélagið Þytur leiðir skrúðgönguna.

16:30 –​ Ávarp fjallkonunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga