Frá Litlu-Árvík. Ljósm: vedur.is
Frá Litlu-Árvík. Ljósm: vedur.is
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Hafís við Ísland. Mynd: Ingibjörg Jónsdóttir/vedur.is
Hafís við Ísland. Mynd: Ingibjörg Jónsdóttir/vedur.is
Fréttir | 14. júní 2018 - kl. 11:51
Borgarísjakinn sýnilegur frá landi

Borgarísjakinn sem stefndi inn í Húnaflóann í byrjun vikunnar sést nú frá landi. Á vef Veðurstofunnar er mynd frá veðurathugunarstöðinni Litlu-Ávík á Ströndum og á henni sést ísjakinn 5-6 km austur af Sæluskeri (Selskeri), um 20 km frá landi. Gert er ráð fyrir að borgarísjakinn mjakist til vesturs og gæti náð landi á Hornströndum. Ísjakinn er um 10 metra yfir yfirborði hafsins, um 170 m á lengd og 15 m á breidd.

Tengd frétt:

Borgarísjaki í Húnaflóa

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga