Fréttir | 14. júní 2018 - kl. 16:10
Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Dagskráin hefst klukkan 13:00 með andlitsmálum við SAH að Húnabraut 37-39. Hefðbundin skrúðganga fer þaðan klukkan 13:30 og að hátíðarsvæðinu við Blönduskóla. Þar fer fram hátíðar- og skemmtidagskrá með hugvekju, fjallkonu, tónlist og hátíðarræðu svo eitthvað sé nefnt.

Hátíðardagskráin verður sett klukkan 13:45 af bæjarstjóra og svo tekur við hátíðarræða, fjallkonan og hugvekja. Skemmtidagskrá hefst klukkan 14:15. Pálmi og Höskuldur úr Trukkunum taka lagið, teymt verður undir börnum, hoppukastali, sápurennibraut, kubbur, brekkusöngur og fleira.

Milli klukkan 16 og 17 verður sundlaugarpartý í lauginni fyrir 10 ára og eldir en frítt er í sund fyrir börn.

Boðið verður upp á útsýnisflug frá Blönduósflugvelli. Allt flug fer þó eftir veðri. Verð fyrir stutt flug er 2.000 krónur pr. sæti. Fyrir heldur lengra flug 3.000 krónur pr. sæti. Æskilegt er að þrír bóki sig saman en ekki skylda. Pantanir í síma 898 5695 (Magnús) og síma 856 1106 (Kristmundur).

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní:

13:00 – Andlitsmálun við SAH. Blöðrur, fánar og fleira til sölu

13:30 – Skrúðganga að hátíðarsvæði

13:45 – Hátíðardagskrá sett af bæjarstjóra. Hátíðarræða. Fjallkona. Hugvekja.

14:15 – Skemmtidagskrá. Pálmi og Höskuldur úr Trukkunum taka lagið. Teymt undir börnum. Hoppukastali. Sápurennibraut. Kubbur. Brekkusöngur.

16:00-17:00 – Sundlaugarpartý í lauginni fyrir 10 ára og eldri. Frítt í sund fyrir börn.

Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti.

Dagskráin á pdf formi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga