Fréttir | 23. júní 2018 - kl. 09:46
10 ára afmælishátíð hjá Nesi listamiðstöð

Listamiðstöðin Nes á Skagaströnd heldur 10 ára afmælishátíð um helgina. Á hátíðinni verður sýning fjölmargra listamanna sem dvalið hafa í listamiðstöðinni undanfarin ár, bæði innsetningar og gjörningur, ásamt nýjum verkum þeirra listamanna sem dvelja nú í Nesi. Alls er um að ræða 80 listaverk, ljósmyndir, málverk, teikningar og margt fleira. Flest listaverkin verða einnig til sölu.

Dagskrá þessa helgina verður svona:

Laugardagurinn 23. júní:

Kl. 15:00-18:00: Nes listamiðstöð. Opnun sýningar á verkum listamanna sem dvalið hafa í Nesi listamiðstöð. Á sýningunni eru m.a. ný listaverk eftir Jérémy Pailler (Frakklandi) og Danielle Rante (USA) sem dvelja nú aftur í listamiðstöðinni.

Kl. 15:30: Nes listamiðstöð. Hátíðin sett. Kaffi og afmælisterta í boði.

Kl. 16:00-18:00: Innsetning og opin vinnustofa listamanna í Bjarmanesi (kjallara). Anna Rosa Hiort-Lorenzen (Danmörku) verður með innsetningu gerða úr hljóði, ljósum og textíl. Pam Posey (USA) býður gestum að skoða teikningar og málverk.

Kl. 17:00: Gjörningur með Sophie Gee (Kanada) í Frystinum í Nes listamiðstöð.

Sunnudagurinn 24. júní:

Kl. 14:00-18:00: Nes listamiðstöð. Sýning á verkum listamanna sem dvalið hafa í Nesi listamiðstöð.

Kl. 14:00-18:00: Innsetning og opið stúdíó í Bjarmanesi (kjallara).

Kl. 16:00-17:00: Sýning níu stuttmynda eftir listamenn sem dvalið hafa í Nesi listamiðstöð. Sýningin er í Frystinum í Nes listamiðstöð.

Kl. 18:00-19:00: Sýning stuttmyndanna endurtekin í Frystinum í Nes listamiðstöð.

List utanhúss:

Nýtt vegglistaverk af Spákonufelli eftir Frank Webster (USA) og nýja höggmynd “Árbakkasteinn í steinboga” eftir Nicole Shaver (USA).

Að auki má geta þess að fimmtudaginn 21. júní verður sólstöðuganga á Spákonufell. Þar verður hægt að hlusta á hljóðlistaverkið „Hrafn. Gáttir. Helgisiður.“ eftir Melody Woodnutt og Burke Jam. Brottför er frá golfskálanum klukkan 22:30. Skráning á netfanginu ody.who@gmail.com. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga