Fréttir | 21. júní 2018 - kl. 10:15
Líf í lundi
Frá Skóræktarfélagi A-Hún.

Útivistar- og fjölskyldudagur verður haldinn laugardaginn 23. júní næstkomandi á Gunnfríðarstöðum og hefst dagskrá klukkan 14. Íbúar Austur-Húnavatnssýslu og aðrir landsmenn eru hvattir til að eiga saman stund í framandi og notalegu umhverfi og taka þátt í dagskrá með skógræktarfélaginu. Ketilkaffi, aðrar veitingar, skógarganga og ýmislegt annað.

Líf í lundi verður haldið í skógarlundum víða um Ísland á sama degi og má nefna Skógardagurinn mikli sem haldinn hefur verið síðustu árin í Hallormsstaðaskógi.

Í Gunnfríðarstaðaskógi var Jónsmessuhátíð árlega þegar að íbúar gamla Torfalækjarhrepps komu saman til sjálfboðavinnu og höfðu síðan með sér veitingar í boði hreppsnefndar sem kvenfélagskonu sáu um í skóginum. Þá var í nokkur skipti boðið upp á Jónsmessugöngu á vegum félagsins.

Fögnum 100 ára fullveldi Íslands með gróðursetningu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga