Fréttir | 04. júlí 2018 - kl. 12:46
Dagskrá Húnavöku 2018 komin út
Helgina 20.-22. júlí verður bæjarhátíðin og fjölskylduskemmtunin Húnavaka haldin á Blönduósi. Hátíðin hét áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga. Dagskrá Húnavöku 2018 er komin út en hana má finna á Facebook síðu hátíðarinnar.
 
Á Húnavöku 2018 verður m.a. dansleikir með Stuðlabandinu og Albatross, Blö quiz, hoppukastalar, vatnaboltar, kótilettukvöld, orgeltónleikar í Blönduóskirkju, Míkróhúnninn, fyrirtækjadagur, markaðsstemning, Lalli töframaður, BMX-brós, Leikhópurinn Lotta, fíkúrur úr Hvolpasveitinni, brekkusöngur með Sverri Bergmanni og Halldóri Fjallabróður, lazertag og margt fleira.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga