Borgarísjaki nærri Skagaströnd. Ljósm: Jón Haukur Daníelsson.
Borgarísjaki nærri Skagaströnd. Ljósm: Jón Haukur Daníelsson.
Borgarísjaki nærri Skagaströnd. Mynd tekin 5. júlí af Jóni Hauki Daníelssyni.
Borgarísjaki nærri Skagaströnd. Mynd tekin 5. júlí af Jóni Hauki Daníelssyni.
Fréttir | 06. júlí 2018 - kl. 09:19
Borgarísjaki nærri Skagaströnd

Myndarlegur borgarísjaki er nú skammt frá landi í Húnaflóa eða rétt um fimm kílómetra norðan Skagastrandar. Líklega er ísjakinn strandaður rétt út frá bænum Bakka. Jón Haukur Daníelsson birti mynd af jakanum í gær á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þá var jakinn um átta kílómetra norðan Skagastrandar á leið inn flóann. Í morgun setti hann inn nýja mynd og var þá jakinn kominn nær landi og telur Jón Haukur hann vera strandaðan. Á myndinni má sjá að brotnað hefur úr honum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga