Blönduósbær
Blönduósbær
Fréttir | 08. júlí 2018 - kl. 17:38
Ein umsókn flokkaðist í ruslpóst

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra hjá Blönduósbæ voru samtals níu en ekki átta eins og sagt var frá í fréttum á föstudaginn. Umsókn frá Kristínu Á Blöndal flokkaðist sem ruslpóstur í tölvupóstkerfi Blönduósbæjar og koma það ekki í ljós fyrr en um helgina. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 2. júlí síðastliðinn. Ein umsókn barst of seint og var henni hafnað og einn dró umsókn sína til baka.

Það eru því sjö einstaklingar sem sækjast eftir starfi sveitarstjóra í Blönduósbæ. Fjórir af þeim sækjast einnig eftir starfi sveitarstjóra á Skagaströnd en það eru Gunnólfur Lárusson, Hjörleifur Hallgrímur Herbertsson, Kristín Á. Blöndal og Linda B. Hávarðardóttir.

Umsækjendur um starf sveitarstjóra í Blönduósbæ í stafrófsröð eru:

Auðunn Steinn Sigurðsson
Gunnar Rúnar Kristjánsson
Gunnólfur Lárusson
Hjörleifur Hallgrímur Herbertsson
Kristín Á Blöndal
Linda Björk Hávarðardóttir
Valdimar O Hermannsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga