Fréttir | 09. júlí 2018 - kl. 10:20
Opnun sýningar í Byggðasafninu að Reykjum

Sýningin „Hvað á barnið að heita?“ opnar í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði sunnudaginn 15. júlí næstkomandi klukkan 15. Sýningin byggir á handgerðum skírnarkjólum saumuðum af konum í byggðarlaginu og skírnar- og nafnakjólum Berglindar Birgisdóttur klæðskera sem hún saumar upp úr gömlum og úrsérgengnum textíl. Einnig er fjölbreytileiki íslenskra mannanafna settur fram í áhugavert samhengi við skírnarkjólana.

Sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga