Árni Páll með 96 cm laxinn. Ljósm: Aðsend.
Árni Páll með 96 cm laxinn. Ljósm: Aðsend.
Stoltur veiðimaður með 92 cm lax úr Vatnsdalsá. Ljósm: FB/Vatnsdalsá.
Stoltur veiðimaður með 92 cm lax úr Vatnsdalsá. Ljósm: FB/Vatnsdalsá.
Fréttir | 09. júlí 2018 - kl. 13:26
Tveir risa laxar úr Vatnsdalsá

Í síðustu viku veiddust tveir risa laxar í Vatnsdalsá, annar á silungasvæðinu en hinn á laxasvæðinu. Aðstæður til veiða voru erfiðar þessa vikuna en bálhvasst var í dalnum og sudda rigning af og til. Laxinn sem veiddist á silungasvæðinu var 96 sentímetra langur hængur og tók hann Sunray Shadow flugu með kónhaus í Gilstaðabaug sem er veiðistaður fyrir ofan Flóðið.

Veiðimaðurinn heitir Árni Páll Einarsson og var hann tvær klukkustundir og 45 mínútur að landa laxinum sem hann veiddi á einhendu. Laxinum var sleppt að mælingu lokinni eins og lög gera ráð fyrir í Vatnsdalsá.

Hinn risa laxinn veiddist á laxasvæðinu og var hann 92 sentímetra hængur, grá lúsugur, veiddur í Hólakvörn á fluguna Frigga. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga