Borgarísjaki nærri Skagaströnd. Ljósm: Jón Haukur Daníelsson.
Borgarísjaki nærri Skagaströnd. Ljósm: Jón Haukur Daníelsson.
Fréttir | 10. júlí 2018 - kl. 09:48
Ísjakarnir á leið út Húnaflóann

Borgarísjakinn sem rak inn á Húnaflóa í síðustu viku og margir gerðu sér ferð til að skoða er nú á leið út flóann. Ísjakinn sem var um 120 til 130 metrar á lengd og breidd brotnaði í tvo jaka og stefnir sá stærri hratt út á rúmsjó en sá minni fer hægar yfir. Í Morgunblaðinu í dag segir að stærri jakinn hafi í fyrradag verið við bæinn Björg en sá minni við Örlygsstaði, nær Skagaströnd þar sem hann virðist hafa strandað.

Fjöldi heimamanna og ferðamanna hafa virt jakana fyrir sér og tekið af þeim myndir. Varað er við siglingum upp við stóra ísjaka þar sem þeir geta velt sér snögglega og komið af stað stórum bylgjum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga