Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 10:32
Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra falin umsjón á hundakosti lögreglunnar

Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra hefur verið falið að hafa umsjón með hundakosti lögreglunnar hér á landi. Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hefur verið ráðinn til starfa og er það lögreglumaðurinn Steinar Gunnarsson á Sauðárkróki. Morgunblaðið hefur síðustu daga fjallað aðgerðarleysi í málefnum fíkniefnahunda hér á landi en áður voru þeir á snærum ríkislögreglustjóra.

Í Morgunblaðinu í gær ef haft eftir Sigríði Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, að öll lögregluembættin á landinu skulu nú vera í samstarfi við lögreglustjórann á Norðurlandi vestra hvað hundakost varðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga