Upplýsingaskilti sett upp í kirkjugarðinum. Ljósm: Valdimar Guðmannsson.
Upplýsingaskilti sett upp í kirkjugarðinum. Ljósm: Valdimar Guðmannsson.
Fréttir | Tilkynningar | 19. júlí 2018 - kl. 22:52
Viðburður á Húnavöku í Blönduóskirkjugarði
Frá stjórn kirkjugarðsins á Blönduósi

Sunnudaginn 22. júlí, klukkan 13:00 verður athöfn í kirkjugarðinum á Blönduósi. Afhjúpað verður upplýsingaskilti um sögu garðsins frá þeim tíma sem hann var á Hjaltabakka og þar til nýr garður var tekinn í notkun á Blönduósi.

Félagarnir Skarphéðinn Ragnarsson, fráfarandi formaður stjórnar kirkjugarðsins og  hvatamaður að uppsetningu skiltinsins ásamt Hávarði Sigurjónssyni umsjónamanns garðsins til margra ára, munu afhjúpa skiltið. Að því loknu fer séra Sveinbjörn Einarsson sóknarprestur með bæn.

Þá mun Jón Torfason sagnfræðingur frá Torfalæk rifja upp sögu garðsins.

Athöfnin líkur síðan með tónlistaratriði.

Vonumst til að sem flest sóknarbörn Blönduósskirkju og aðrir velunnarar kirkjugarðsins sjái sér fært að mæta og taka þátt í þessu með okkur.

Stjórn kirkjugarðsins á Blönduósi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga