Frá Húnavökumótinu í golfi. Ljósm: FB/GÓS.
Frá Húnavökumótinu í golfi. Ljósm: FB/GÓS.
Fréttir | 24. júlí 2018 - kl. 11:44
Einar Örn sigraði Húnavökumótið í golfi

Húnavökumót golfklúbbsins Óss var haldið síðastliðin laugardag og heppnaðist það vel. Alls tóku 27 golfarar þátt í mótinu og urðu úrslit þau að Einar Örn Jónsson, GL sigraði, Jón Jóhannsson, GÓS varð í öðru sæti og Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, GÓS í því þriðja. Jóhanna Ingi Hjaltason, GKG endaði í fjórða sæti og Adolf Hjörvar Berndsen, GSK í því fimmta.

Á meðfylgjandi mynd sem fengin er af Facebook síðu GÓS eru frændurnir úr Langadalnum á Húnavökugolfmótinu, þeir Ari Hermann Einarsson og Hafsteinn Pétursson.​

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga