Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 25. júlí 2018 - kl. 12:04
Staða sveitarstjóra Skagastrandar auglýst aftur

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur ákveðið að auglýsa aftur stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Staðan var auglýst 23. júní síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 2. júlí en átta sóttu um stöðuna. Á fundi sveitarstjórnar 20. júlí síðastliðinn voru umsóknir sem borist höfðu ræddar og skýrði Guðný Harðardóttir frá Strá ráðningarþjónustu auglýsingaferlið og yfirferð mat á umsóknum. Fyrir fundinn hafði sveitarstjórn tekið viðtöl við tvo af þremur umsækjendum sem boðaðir voru í viðtal vegna ráðningarinnar en einn dró umsókn sína til baka.

Niðurstaða fundarins var sú að auglýsta stöðuna aftur um miðjan ágúst og var Guðnýju falið að senda umsækjendum bréf þar sem þeim yrði tilkynnt um stöðu málsins og að umsóknir séu áfram í gildi. Oddvita var jafnframt falið að ræða við fráfarandi sveitarstjóra um að starfa lengur fyrir sveitarfélagið.

Tengdar fréttir:

Átta sóttum um stöðu sveitarstjóra Skagastrandar

Staða sveitarstjóra Skagastrandar auglýst

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga