Fréttir | 27. júlí 2018 - kl. 13:03
Miðfjarðará komin yfir 1.000 laxa

Miðfjarðará hefur rofið þúsund laxa múrinn og hafa nú veiðst í ánni um 1.100 laxar en vikuveiðin gaf 300 laxa, að því er fram kemur á angling.is. Áin er nú í fimmta sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Laxveiðin í Blöndu er að aukast og hefur vikuveiðin gefið 153 laxa miðað við 98 laxa vikuna á undan. Alls hafa 668 laxar veiðst í Blöndu sem af er sumri en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 913 laxar. Veiðst hafa 335 laxar í Laxá á Ásum en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 438 laxar.

Víðidalsá er komin í 232 laxa (372 í fyrra), Vatnsdalsá í 213 (267 í fyrra), Hrútafjarðará og Síká í 120 (80 í fyrra) og Svartá er komin í 38 laxa (37 í fyrra). Almennt séð er laxveiðin dræmari nú en í fyrra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga