Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 19. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 02:29 0 0°C
Laxárdalsh. 02:29 0 0°C
Vatnsskarð 02:29 0 0°C
Þverárfjall 02:29 0 0°C
Kjalarnes 02:29 0 0°C
Hafnarfjall 02:29 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Hofskirkja. Ljósmynd: kirkjukort.net
Hofskirkja. Ljósmynd: kirkjukort.net
Jón Árnason. Ljósmynd: Wikipedia.org
Jón Árnason. Ljósmynd: Wikipedia.org
Pistlar | 29. júlí 2018 - kl. 17:03
Jónsdagar á Skaga 14.-17. ágúst
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Sú heita kynngi í Húnaþingi
haldist alla tíð
að kunna að standa í sterkum anda
í stormi og vetrarhríð. RK

Af sterkum anda hafa skáldin löngum kveðið og hvatt samferðamenn sína til dáða. Við getum lesið um starfsemi félaga frá nítjándu öld, stofnun Kvennaskólans, fræðimennsku og skriftir Magnúsar, Bjarna og sr. Gunnars sem unnu markvisst að kynningu á gömlum menningarfélögum, mætti það verða til hvatningar samtíð þeirra. Heimavistarskóli reis norður á Ströndum, héraðsskóli á Reykjatanga og víða um héruð risu þinghús, skólahús og síðar félagsheimili á fríðum grundum eða í gróinni malarfjöru þar sem efna mátti til mannfagnaða og menningarstarfs. En hús stór og smá þurfa drjúgar tekjur til rekstrar og viðhalds.

Skipulag og samtal hlýtur að verða stór þáttur í menningarstarfi og skoða megum við starf Norðlendinganna við Öxarfjörð, Þistilfjörð og Skjálfanda sem hafa með sér félag um menningarhús sín og menningarstarf, heitir Menningarmiðstöð Þingeyinga.

Héruðin við Húnaflóann hafa sameinast um vörslu á dýrmætum gripum, húsum og hákarlaskipinu Ófeigi og eiga saman sýningarstað við hjarta flóans í Hrútafirði en sú stofnun þarfnast frekari uppbyggingar og helst öflugs félags er styddi við Byggðasafnið á Reykjum.

Í söfnun gripa átti Húnvetningafélagið í Reykjavík góðan þátt sem og stofnun byggðasafnsins en vaxandi samstarf, helst sameining byggðanna við flóann er öðru líklegra til að hleypa krafti í uppbyggingu safnsins á Reykjum.

Og Þórdís spáði römm í ráði
rík á Felli bjó.
Harðlynd þótti – ýmsa ótti
af þeim sökum sló. RK

Rúnar skáld á Skagaströnd orti svo um spákonuna á Felli. Hann hefur ort mörg merkisljóð, sum um atburði og áa okkar í héraðinu. RK kveður átthögum sínum margan kliðmjúkan og tiginn óð, gæddan listrænum blæ eins og HSæm. kemst að orði í ritdómi. RK yrkir af heitum huga og skoða má lítið brot ljóða hans á vísnavefnum en hann hefur gefið út nokkrar ljóðbækur og smásögur.

Fyrir tveimur árum var haldin sumarguðsþjónusta á Hofi, fæðingarstað Jóns bókavarðar Árnasonar. Sungu þar saman sóknarmenn og gestir er lengra komu. Nú er sú ráðagerð uppi að efna til bókamarkaðar í Skagabúð dagana 14.-17. ágúst, verður félagsheimilið opinn kl. 14-18, heitt kaffi á könnu, kannski birtast gestir til lesa litla þjóðsögu eða eigin ljóð, Jón Björnsson mun rifja upp sögn um tilurð Vatnsdalshólanna um nónbil á afmælisdegi nafna síns, á sautjándanum sjálfum og fleiri snörur hafa verið lagðar fyrir sögumenn, skáld og sagnfræðing.

Því Kormáks andi óstöðvandi
yrkir húnvetnsk ljóð.
Þó aldir líði enn til prýði
er hann sinni þjóð. RK

Skagabúð er yngsta félagsheimilið við flóann, byggt litlu fyrir aldamótin og er vel staðsett í bæjahvirfingu út undir Króksbjargi. Þar verða Jónsdagar á Skaga með bókamarkað um miðjan ágúst eins og áður sagði og aðaltilefnið er að minnast menningarstarfa Jóns Árnasonar bókavarðar.

Vísað er til:
Ljóð og vísur Rúnars Kristjánssonar: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=5700 

Menningarmiðstöð Þingeyinga: http://www.husmus.is/index.php?option=com_content&view=article&id=397&Itemid=286&lang=en

Guðsþjónusta í Hofskirkju í ág. 2016: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13102

Sálarkufl úr sólskini/stökuspjall: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið