Grjóthleðsla í Borgarvirki
Grjóthleðsla í Borgarvirki
Fréttir | 30. júlí 2018 - kl. 06:03
Aðsókn á Eldinn meiri en undanfarin ár

Um 3.000 manns sóttu hátíðina Eldur í Húnaþingi sem lauk í gær og var aðsóknin meiri en undanfarin ár. Hátíðin var nú haldin í sextánda sinni en hún hófst á miðvikudaginn og var vegleg dagskrá alla helgina. Um 1.100 manns sóttu tónleikana í Borgarvirki á föstudagskvöldið og hefur aðsóknin aldrei verð svo mikil. Gestir á hátíðinni tóku sig til í gærmorgun og tíndu rusl á ströndinni að Söndum. Sagt er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins.

Þar er rætt við Gretu Clough, listrænan stjórnanda hátíðarinnar og segir hún að heilll gámur hafi verið fylltur og að fólk á öllum aldri hafi tekið þátt í viðburðinum í fallegu veðri.

„Við fylltum heilan gám af plasti, fiskinetum og ýmsu öðru. Þannig að ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt og að þetta hafi örugglega gert gott líka.“ 

Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga