Ljósm: FB/Brunavarnir A-Hún.
Ljósm: FB/Brunavarnir A-Hún.
Fréttir | 01. ágúst 2018 - kl. 15:15
Hjólhýsi brann á Blönduósi í morgun

Hjólhýsi brann til kaldra kola í morgun á Blönduósi. Það var um sexleytið sem liðsmenn Brunavarna A-Hún. voru kallaðir út vegna elds í hjólhýsi í Heiðarbraut. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var hjólhýsið alelda. Eldurinn úr hjólhýsinu læsti sig svo í bifreið er lagt var við enda þess og er bíllinn einnig ónýtur.

Hjólhýsinu var lagt upp við einbýlishús við götuna og má kallast mildi að ekki fór verr en rúður sprungu í húsinu vegna hita frá eldinum og þá logaði um stund í þakskeggi bílskúrs hússins.

Engin slys urðu á fólki en íbúar hússins voru heima. Það var vegfarandi sem varð var við eldinn og lét vita. Ekki er vitað um eldsupptök.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga