Fréttir | 06. ágúst 2018 - kl. 13:09
Búast má við mikilli umferð í dag

Búast má við mikilli umferð á þjóðvegum landsins í dag og vill lögreglan á Norðurlandi vestra beina því til þeirra ökumanna sem voru að skemmta sér fram eftir nóttu að fara ekki of snemma af stað í umferðina og fá heldur að blása í áfengismæli hjá staðarlögreglu áður en lagt er af stað til þess að vera alveg örugg með eigið ástand.

„Í okkar umdæmi á Norðurlandi vestra verður mikið eftirlit með umferð og biðjum við ökumenn að fara varlega og komast heil heim eftir vonandi góða helgi,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar.

Þar kemur einnig fram að í gær hafi lögreglunni á Norðurlandi vestra borist nokkrar tilkynningar um brennisteinslykt á svæðinu, meðal annars úr Húnaþingi vestra og úr Svartár- og Langadal.

Að sögn Veðurstofu Íslands tengist þetta Skaftárhlaupi sem er í gangi á Suðurlandi þessa stundina og hafi Veðurstofan fengið fleiri tilkynningar annars staðar frá.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga