Fréttir | 08. ágúst 2018 - kl. 15:15
Vill ná tali af erlendum ferðamanni

Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa borist nokkrar tilkynningar um erlendan ferðamann sem hefur ýmist gengi inn í hús eða bankað á dyr hjá fólki í umdæminu og spurst fyrir um gistingu. Lögregla biður fólk um hringja í 112 ef þessi ágæti ferðamaður bankar dyr eða gengur hreinlega inn í hús, en mikilvægt er að lögregla nái tali af manninum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook segir að ekki sé vitað hvort maðurinn sé á ferðinni í saknæmum tilgangi eða sé hreinlega að leita sér að gistingu.

Lögreglan hefur ekki tekist að hafa upp á manninum og ekki er vitað hvernig viðkomandi ferðast á milli staða.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga