Úr Laxá á Ãsum.
Úr Laxá á Ãsum.
Fréttir | 09. ágúst 2018 - kl. 11:30
Smálaxinn skilar sér illa

Smálaxinn virðist ekki vera að skila sér húnvetnsku laxveiðiárnar í því magni sem menn vonuðust. Veiðst hafa rúmlega þúsund færri laxar í sumar, miðað við sama tíma í fyrra, í þeim húnvetnsku ám sem eru á lista yfir 75 aflahæstu laxveiðiár landsins hjá Landssambandi veiðifélaga. Af húnvetnsku ánum hefur mest veiðst í Miðfjarðará eða 1.707 laxar en á sama tíma í fyrra voru þeir 2.173. Veiðst hafa 832 laxar í Blöndu en 1.219 voru komnir á land á sama tíma í fyrra. Laxá á Ásum er komin í 467 laxa miðað við 637 í fyrra.

Víðidalsá er komin í 375 laxa en í fyrra voru 482 laxar komnir á land og Vatnsdalsá er komin í 278 miðað við 424 í fyrra. Laxveiðin í Hrútafjarðará og Síká hefur tvöfaldast miðað við í fyrra en veiðst hafa 222 laxar í ánum miðað við 112 í fyrra. Þá hafa 66 laxar veist í Svartá sem af er sumri en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 63 laxar.

Á vef Vatnsdalsár eru sagðar fréttir af Gljúfurá en þar kemur fram að leigutakar hafi eiginlega haft ána í gjörgæslu. Hún hefur verið veidd mjög lítið í nokkur ár og öllum laxi sleppt. Þegar núverandi leigutakar tóku við ánni veiddust einungis 12 laxar í ánni en undanfarin ár hafa veiðst milli 20 til 50 laxar á 17 til 20 dögum sem áin hefur verið veidd.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga