Fréttir | 12. ágúst 2018 - kl. 14:55
Sigruðu toppliðið

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar, sem spilar í D riðli fjórðu deildar Íslandsmótsins í fótbolta, sigraði Kórdrengina sannfærandi 3-0 á Blönduósvelli síðastliðinn föstudag. Með sigrinum komst liðið í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir tíu leiki. Kórdrengirnir eru áfram á toppi riðilsins með 22 stig eftir ellefu leiki og ÍH er í öðru sæti með 17 stig eftir tíu leiki. Um næstu helgi spilar Kormákur/Hvöt við ÍH í Hafnarfirði og gæti leikurinn ráðið miklu um hvort liðið kemst í úrslitakeppni fjórðu deildar.

Mörk Kormáks/Hvatar skorðuð þeir Jón Gylfi Jónsson, Daniel Garceran Moreno og Hilmar Þór Kárason.

Leikurinn við ÍH hefst klukkan 16 á Ásvöllum í Hafnarfirði, laugardaginn 18. ágúst næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga