Húnavallaskóli
Húnavallaskóli
Fréttir | 15. ágúst 2018 - kl. 13:55
Skólastarf að hefjast í grunnskólum

Skólastarf í grunnskólum Húnavatnssýslna er að fara af stað eftir sumarfrí. Blönduskóli verður settur 22. ágúst klukkan 11 í Blönduóskirkju og eru foreldrar hvattur til að mæta með börnunum sínum. Kennsla hefst svo fimmtudaginn 23. ágúst. Höfðaskóli verður settur í Hólaneskirkju 27. ágúst klukkan 10 og kennsla hefst þriðjudaginn 28. ágúst. Húnavallaskóli verður settur föstudaginn 24. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundarskrá mánudaginn 27. ágúst.

Þá hefst kennsla í Grunnskóla Húnaþings vestra einnig mánudaginn 27. ágúst næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga