Tilkynningar | 15. ágúst 2018 - kl. 14:06
Vilko auglýsir eftir starfsfólki

Vilko ehf. á Blönduósi auglýsir eftir starfsfólki í starf sölustjóra og í framleiðslu. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst næstkomandi. Upplýsingar um störfin veitir Kári Kárason framkvæmdastjóri og er aðeins tekið rafrænt við umsóknum á netfangið sala@vilko.is. Helstu viðfangsefni sölustjóra er sala á vörum í stóreldhús, veitingastaði, verslanir og í matvælaiðnað. Helstu viðfangsefni framleiðslustarfsmanns er framleiðsla matvæla og pökkun, tiltekt pantana og þrif á vinnusal tækjabúnaði.

Sölustjóri

Helstu viðfangsefni:

  • Sala á vörum í stóreldhús, veitingastaði, verslanir og í matvælaiðnað
  • Tiltekt pantana og afgreiðsla
  • Reikningagerð
  • Þátttaka í viðskiptaþróun
  • Tilfallandi verkefni á skrifstofu og í vinnslu
  • Áætlanir, tilboðs- og samningagerð

Hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Almenn tölvukunnátta, sérstaklega í Excel og bókhaldskerfum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar

 

Framleiðslustarfsmaður

Helstu viðfangsefni:

  • Framleiðsla matvæla og pökkun
  • Þrif á vinnslusal og tækjabúnaði
  • Tiltekt pantana og pökkun
  • Blönduð verkefni

Hæfniskröfur:

  • Stundvísi og góð þjónustulund
  • Almenn tölvukunnátta
  • Lyftarapróf er kostur
  • Öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst. Upplýsingar um starf veitir Kári Kárason framkvæmdastjóri í síma 452 4272 eða á netfangið sala@vilko.is. Aðeins er tekið rafrænt við umsóknum á netfangið sala@vilko.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga