Þrjár efstar í kvennaflokki. Ljósm: FB/Markviss.
Þrjár efstar í kvennaflokki. Ljósm: FB/Markviss.
Brynjar til hægri. Ljósm: FB/Markviss.
Brynjar til hægri. Ljósm: FB/Markviss.
Fréttir | 20. ágúst 2018 - kl. 15:43
Snjólaug varði Íslandsmeistaratitilinn

Snjólaug María Jónsdóttir frá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi varði Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki á Íslandsmótinu í Skeet sem fram fór um helgina á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur. Snjólaug hampaði einnig Íslandsmeistaratitli í flokkakeppni. Brynjar Þór Guðmundsson frá Markviss hafnaði í öðru sæti í 1. flokki karla á mótinu.

Sagt er frá þessu á Facebook síðu Markviss þaðan sem meðfylgjandi myndir eru teknar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga