HSN á Blönduósi.
HSN á Blönduósi.
Fréttir | 08. september 2018 - kl. 09:05
Skýrsla um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna skýrslu um stöðu heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra. Í henni er dregin saman staða heilbrigðisþjónustu í landshlutanum og hún borin saman við heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum. Helsti munur er að þar er skurðlæknir og fæðingarþjónusta sem ekki er til staðar á Norðurlandi vestra. 

Skýrslan var unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og var vinnsla hennar áhersluverkefni sóknaráætlana landshluta árið 2017.

Í helstu niðustöðum hennar segir m.a. að samræmdar reglur skort um þjónustuframboð á svæðinu og að framboð þjónustu ráðist of mikið af hefð fremur en mælanlegri þörf. Þá segir að ekki hafi tekist að fastráða heimilislækna á Blönduósi og sennilega verði ekki auglýst eftir heimilislæknum á næstunni. Núverandi fyrirkomulag þar sem læknar í verktöku sinna svæðinu hafi gefist ágætlega en fastráðnir starfsmenn væri betri kostur þar sem það tryggir meiri samfellu í samskiptum læknis og sjúklings.

Þá segir að setja þurfi skýrari reglur um komur sérfræðilækna. Viðtölum sérfræðinga hafi heldur fækkað á Sauðárkróki frá árinu 2010 en heldur fjölgað aftur eftir sameiningu heilbrigðisstofnanna. Kallað er eftir þjónustu geðlækna á svæðið og er það brýnasta verkefnið sem nú blasir við, segir í skýrslunni.

Skýrsluna má lesa hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga