Réttað var í Auðkúlurétt í dag.
Réttað var í Auðkúlurétt í dag.
Fjöldi fólks var í Auðkúlurétt í dag.
Fjöldi fólks var í Auðkúlurétt í dag.
Vænt fé af fjalli.
Vænt fé af fjalli.
Fréttir | 08. september 2018 - kl. 19:53
Réttarstörfin gengu vel í góðu veðri

Á bilinu 10-12 þúsund kindur komu til réttar í Auðkúlurétt í Svínadal í dag. Réttarstörf gengu vel fyrir sig í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman komin til að taka þátt í og fylgjast með réttarstörfunum og stemningin var góð og kátt á hjalla. Bændur í Húnavatnssýslum hafa verið önnum kafnir alla vikuna við að smala fé sínu af fjöllum en almennt hefur það gengið vel.

Fjölmargar aðrar réttir fóru fram í góða veðrinu í Húnavatnssýslum í dag s.s. í Undirfellsrétt, Fossárrétt, Hamarsrétt, Miðfjarðarrétt og Víðidalstungurétt.

Þess má geta að hæstur hiti á landinu í dag mældist á Blönduósi, 18 stig, samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Meðfylgjandi myndir er frá Auðkúlurétt í dag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga