Á Gunnfríðarstöðum
Á Gunnfríðarstöðum
Fréttir | 12. september 2018 - kl. 07:33
Lýðheilsuganga á Gunnfríðarstöðum

Lýðheilsugöngur Ferðafélag Íslands í september halda áfram í dag klukkan 18 og er ganga á Gunnfríðarstöðum næst á dagskrá. Göngustjóri er Páll Ingþór Kristinsson, formaður Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga, en hann þekkir svæðið betur en flestir. Gengið verður í einn og hálfan tíma í fögrum haustlitum. Fyrsta gangan í september var farin fyrir viku síðan og þá var gengið um holtin í kringum Blönduós.

Lýðheilsugöngurnar eru  fjölskylduvænar 60-90 mínútna langar göngur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap, tilvalið er að göngugarpar sameinist í bíla ef aka þarf lengri veg.

Lýðheilsugöngurnar framundan í september:

12. september – Gunnfríðarstaðir
Upphafsstaður: Gunnfríðarstaðir
Göngustjóri: Páll Ingþór Kristinsson

19. september - Spákonufellshöfði á Skagaströnd
Upphafsstaður: Við Salthús Guesthouse
Göngustjóri: Ólafur Bernódusson

26. september - Gljúfrið við Giljá
Upphafsstaður: Við Stóru Giljá
Göngustjóri: Sigurveig Sigurðardóttir

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga