Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 12. september 2018 - kl. 14:47
Mikil uppbygging á Blönduósi

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 tók hús á Valdimar O. Hermannssyni, nýjum sveitarstjóra Blönduósbæjar, á dögunum og ræddi við hann um uppbyggingu gagnavers á Blönduósi og aðrar framkvæmdir sem eru í kortunum. Valdimar segir augljóst að íbúar Blönduóss horfi mjög til gagnaversins enda hafi þeir beðið lengi eftir því. Hann segist verða var um bjartsýni á meðal íbúanna, það sé mikill hugur í fyrirtækjum og einstaklingum og fólk sé að flytja til baka á svæðið. Hann nefnir að frá áramótum hafi íbúum Blönduóss fjölgað um rúmlega 30.

Viðtalið við Valdimar á N4 má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga