Gengið um Gunnfríðarstaðaskóg. Ljósm: Páll Ingþór.
Gengið um Gunnfríðarstaðaskóg. Ljósm: Páll Ingþór.
Gunnfríðarstaðaskógur
Gunnfríðarstaðaskógur
Fréttir | 13. september 2018 - kl. 09:17
Gengið um Gunnfríðarstaðaskóg
Frá Páli Ingþóri göngustjóra

Lýðheilsuganga í september númer tvö fór fram í Gunnfríðarstaðaskógi í gær í veðurblíðu og góðum hópi fólks sem naut náttúru og samveru hvors annars eina litla stund. Gengnir voru 3,4 kílómetrar eftir stígum og torfærum. Tyllt sér á Bergið og horft yfir land og lýð í kvöldsólinni. Rætt um nýtingarmöguleika trjáviðar skógræktarfélagsins en gleymt að nefna aðalnotagildi skógar; súrefnisframleiðslu og bindingu á kolefni. Takk fyrir samveruna. Páll Ingþór göngustjóri.

En munum eftir að næsta lýðheilsuganga er um Spákonufellshöfða á Skagaströnd miðvikudaginn 19. september.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga