Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 13. september 2018 - kl. 11:01
Stöðvaði kannabisræktun á Skagaströnd

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi á Skagaströnd í gær. Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tækja til framleiðslu á landa. Lagt var hald á tunnur með gambra og efni sem send verða til greiningar, að því er fram kemur á Facebook síðu lögreglunnar. Þar kemur fram að íbúi í húsinu hafi játað eign sína á efnunum og ræktuninni og var hann handtekinn. Í aðgerðunum naut lögreglan aðstoðar leitarhunds.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga