Við Vatnsnes. Ljósm: FB/Magnús “lafsson
Við Vatnsnes. Ljósm: FB/Magnús “lafsson
Rétt norðan Blönduóss. Ljósm: FB/Auðunn Blöndal.
Rétt norðan Blönduóss. Ljósm: FB/Auðunn Blöndal.
Séð frá Blönduósi. Ljósm: FB/Róbert Daníel Jónsson.
Séð frá Blönduósi. Ljósm: FB/Róbert Daníel Jónsson.
Rétt norðan Blönduóss. Ljósm: FB/Jón Sigurðsson.
Rétt norðan Blönduóss. Ljósm: FB/Jón Sigurðsson.
Fréttir | 13. september 2018 - kl. 14:16
Ísjakar á Húnaflóa vekja athygli

Tignarlegur borgarísjaki hefur verið á flakki um Húnaflóann undanfarnar vikur og má m.a. sjá skemmtilegt myndskeið af honum á mbl.is sem fengið er frá Guðbjörgu Bryndísi Viggósdóttur á Skagaströnd. Líklega var ísjakinn um 25-30 metra hár en hann var strandaður á miðjum Húnaflóa. Þar brotnaði úr honum og losnaði hann af strandstað. Brot úr honum eru núna vel sjáanleg frá Blönduósi og hafa íbúar verið duglegir við að taka myndir og setja á Facebook.

Fram kemur má mbl.is að myndskeiðið sem Guðbjörg tók hafi verið í ferð sem farin var fyrir viku síðan á björgunarskipinu Húnabjörg. Þá var ísjakinn strandaður um 15 mílur vestur af Skagaströnd, úti á miðjun Húnaflóa. Ferðin var farin til að leyfa erlendum listamönnum sem starfa í Nesti listamiðstöð og berja náttúrufyrirbærið augum. Þegar ferðinni var að ljúka byrjaði að brotna úr ísjakanum.

Meðfylgjandi eru myndir af ísjökum á Húnaflóa sem teknar voru af Magnúsi Ólafssyni, Auðunni Blöndal, Jóni Sigurðssyni og Róbert Daníel Jónssyni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga