Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | Sameining A-Hún | 13. september 2018 - kl. 14:35
Sameiningarviðræður halda áfram

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur ákveðið að halda áfram þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Á sveitarstjórnarfundi í gær voru Halldór G. Ólafsson og Kristín B. Leifsdóttir skipuð í sameiningarnefndina en jafnframt mun sveitarstjóri starfa með nefndinni. Þá hafa öll sveitarfélögin fjögur í Austur-Húnavatnssýslu samþykkt að halda áfram viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna.

Ný sameiningarnefnd er þannig skipuð:

Magnús Björnsson, Karen Helga Steinsdóttir og Dagný Rósa Úlfarsdóttir frá Skagabyggð.

Halldór G. Ólafsson, Kristín B. Leifsdóttir og Magnús B. Jónsson frá Skagaströnd.

Guðmundur Haukur Jakobsson, Birna Ágústsdóttir og Valdimar O. Hermannsson frá Blönduósi

Þorleifur Ingvarsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og Einar Kristján Jónsson frá Húnavatnshreppi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga