Fréttir | 17. september 2018 - kl. 21:37
Íþróttaskóli Hvatar

Íþróttaskóli Hvatar hófst í dag en hann er fyrir krakka í 1.-4. bekk og verður fjórum sinnum í viku frá klukkan 14-15, mánudaga til fimmtudaga. Í íþróttaskólanum verður boðið upp á fótboltaæfingar þrisvar í viku fyrir 6. og 7. flokk í hálfum íþróttasalnum og í hinum helmingnum verða ýmsar aðrar íþróttagreinar, leikir og fleira. Á miðvikudögum verður Steinunn Hulda Magnúsdóttir með frjálsíþróttaæfingar og leiki í hálfum salnum.

Vetrinum er skipt upp í tvö tímabil, fyrir og eftir áramót, og kostar hvort tímabilið fyrir sig 10.000 krónur.

Skólastjóri íþróttaskólans er Ólafur Sigfús Benediktsson, Hámundur Örn Helgason sér um fótboltaæfingar og Steinunn Hulda Magnúsdóttir um frjálsíþróttaæfingar.

Nauðsynlegur útbúnaður í íþróttaskólanum til að krakkarnir geti tekið þátt af fullum krafti er íþróttaföt (bolur og stuttbuxur) og íþróttaskór. Ekki er gerð krafa um að krakkarnir fari í sturtu að lokinni æfingu.

Að þessu sinni þarf að skrá alla þá sem ætla vera með í íþróttaskólanum á netfangið olafurben@gmail.com og þar þarf að koma fram nafn iðkanda, kennitala, bekkur, nafn foreldra, kennitala, heimilisfang og símanúmer.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga