Fréttir | 02. október 2018 - kl. 14:07
Fyrsta skáldsaga Sigurðar H. Péturssonar

Bókaútgáfan Merkjalæk hefur gefið út bókina „Út í nóttina“ eftir Sigurð H. Pétursson dýralækni og er þetta fyrsta skáldsaga hans. Sagan gerist í friðsælu héraði á Norðurlandi. Helga, 15 ára, leggur af stað frá skólanum, að kvöldi til, og ætlar að ganga heim. En hún kemur ekki heim. Hvernig getur unglingsstelpa horfið að kvöldi til á fáförnum sveitavegi í friðsælu héraði?

Bókin, sem er 156 blaðsíðna kilja verður til í bókaverslunum og svo að sjálfsögðu hjá útgefanda (sigh46@gmail.com) og kostar kr. 2.500.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga