Guðmann og Snjólaug. Skjáskot af N4.
Guðmann og Snjólaug. Skjáskot af N4.
Fréttir | 03. október 2018 - kl. 21:23
Skotfélagið Markviss á N4

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Skotfélagið Markviss á dögunum og var sýnt frá heimsókninni í þættinum Að norðan í gærkvöldi. Rætt er við Guðmann Jónasson og Snjólaugu Maríu Jónsdóttur margfaldan meistara í skotfimi. Markviss, sem fagnar 30 ára afmæli á þessu ári, er eitt af virkustu aðildarfélögum Skotíþróttasambands Íslands og á keppnisfólk í fremstu röð bæði í hagla- og kúlugreinum.

Sjá má umfjöllunina um Markviss hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga