Fréttir | 03. október 2018 - kl. 21:49
Ástand Skagavegar óviðunandi

Sveitarstjórn Skagabyggðar lýsir þungum áhyggjum yfir ástandi Skagavegar og telur brýna þörf á úrbótum. Vegurinn hefur mátt þola verulega þungaflutninga vegna efnistöku undanfarin ár og er hann farinn að láta á sjá sem skapar aukna slysahættu. Sveitastjórn telur brýna þörf á úrbótum og skorar á Vegagerðina og yfirvöld samgöngumála að beita sér fyrir þeim strax, að því er segir í fundargerð sveitarstjórnar frá 3. september síðastliðinn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga