Fréttir | 10. október 2018 - kl. 09:11
Námskeið í fullvinnslu landbúnaðarafurða

Farskólinn hefur að undanförnu keyrt námskeiðsröð í fullvinnslu ýmiss konar landbúnaðarafurða. Námskeiðin eru niðurgreidd af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og haldin í Matarsmiðju BioPol á Skagaströnd. Að sögn Halldórs B. Gunnlaugssonar hjá Farskólanum er búið að halda þrjú námskeið og fullt sé á fjórða námskeiðið næstkomandi föstudag. Aukanámskeið hafa verið skipulögð 19. og 20. október næstkomandi og geta áhugasamir skráð sig.

Námskeiðin sem boðið er upp á eru (sjá nánari upplýsingar hér):

Úrbeining á kind – leiðbeinandi Páll Friðriksson.
Heit- og kaldreyking á villibráð – leiðbeinandi Þórhildur Jónsdóttir.
Pate- og kæfugerð - leiðbeinandi Þórhildur Jónsdóttir.
Fars-, pylsu- og bjúgnagerð – leiðbeinandi Páll Friðriksson.
Hrápylsugerð – leiðbeinandi Páll Friðriksson.
Söltun og reyking – leiðbeinandi Páll Friðriksson.
Að þurrka og grafa kjöt – leiðbeinandi Páll Friðriksson.

Skráning á námskeiðin er í síma 455-6010 eða á farskolinn@farskolinn.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga