Fréttir | 18. október 2018 - kl. 11:34
Vetrarstarf karlakórsins að hefjast

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er að hefja vetrarstarf sitt og er margt spennandi í bígerð fyrir tímabilið. Æfingar verða í Blönduóskirkju á mánudögum og í Húnaveri á fimmtudögum. Kórinn er opinn fyrir því að bæta við sig fleiri söngmönnum og er áhugasömum bent á að setja sig í samband við Skarphéðinn H. Einarsson kórstjóra í síma 861-8850. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er 93 ára gamall. Kórinn hélt fyrstu söngskemmtun sína í Þinghúsinu í Bólstaðarhlíð 26. apríl 1925.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga