Fremst á mynd. Ásdís á Hofi með hrútinn sem sigraði í flokki mislitra.
Fremst á mynd. Ásdís á Hofi með hrútinn sem sigraði í flokki mislitra.
Fimm efstu í flokki mislitra.
Fimm efstu í flokki mislitra.
Heldur fleiri hrútar voru í floknum hvítir kollóttir.
Heldur fleiri hrútar voru í floknum hvítir kollóttir.
Og enn fleiri hrútar í flokknum hvítir hyrndir.
Og enn fleiri hrútar í flokknum hvítir hyrndir.
Hæst dæmdi kollótti hrútinn frá Kornsá og stoltur eigandi, Harpa. Jonna á Hæli og svo ákafur hrútaþuklari.
Hæst dæmdi kollótti hrútinn frá Kornsá og stoltur eigandi, Harpa. Jonna á Hæli og svo ákafur hrútaþuklari.
Á endanum stóð efstur hrútur frá Hæli sem er undan Kletti.
Á endanum stóð efstur hrútur frá Hæli sem er undan Kletti.
Lambhrúturinn frá Kornsá var dæmdur efstur.
Lambhrúturinn frá Kornsá var dæmdur efstur.
Fréttir | 20. október 2018 - kl. 22:40
Hrútasýning í Vatnsdal
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Sauðfjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt hrútasýningu í dag að Hvammi 2 í Vatnsdal. Þar voru sýndir 40 lambhrútar í eigu félagsmanna frá ellefu bæjum. Lambhrútunum var skipt í þrjá flokka, mislita, hvítir kollóttir og hvítir hyrndir. Í floknum mislitir stóð hrútur frá Hofi efstur. Faðir hans er Molli (13-984) og móðurfaðir Höddi (13-180).

Heldur fleiri hrútar voru í flokknum hvítir kollóttir og enn fleiri hrútar í flokknum hvítir hyrndir. Í flokknum hvítir kollóttir sigraði hrútur frá Kornsá. Faðir hans er Magni (13-944), en móðurfaðir hans er Steingrímur (11-790) frá Heydalsá.

Hrútarnir í flokknum hvítir hyrndir voru flestir sem kom ekki á óvart. Keppnin var hörð og áttu dómararnir þau, Anna Magga á Sölvabakka og Þórður Pálsson frá Sauðanesi, mjög erfitt með að ákveða sig. Á endanum stóð efstur hrútur frá Hæli sem er undan Kletti (13-962). Móðurfaðir er líka sæðishrútur, Hvellur (05-969).

Í lokin voru hrútarnir sem efstir stóðu í hverjum flokki raðað upp og þeir metnir. Lambhrúturinn frá Kornsá (18-983) var dæmdur efstur. 

Hrútastýningar fastur hluti haustverka
Hvað er nú svona merkilegt við þetta og til hvers að gera þessu skil. Flestir hafa heyrt talað um að svæði eru misvel löguð til sauðfjárbúskapar. Austur- og Vestur-Húnavatnssýslur eru vel lagaðar til búskapar ekki síst sauðfjárbúskapar. Í þessum sýslum er flest fjár í landinu þannig að það er ekki skrýtið að fréttir úr héraði snúist um einn af helsta atvinnuveginn.

Hrútasýningar voru hér áður fyrr fastur hluti af haustverkunum. Á fjögurra ára fresti voru haldnar héraðssýningar þar sem bændur komu saman á nokkrum bæjum í héraðinu (Austur-Húnavatnssýslu) með álitlegustu hrútana sína. Hrútarnir voru dæmdir og stigaðir. Stigin sögðu til ágæti hrútsins og fengu þeir ýmist heiðursverðlaun sem voru hæstu verðlaun, 1. verðlaun A eða B, 2. verðlaun og svo 3. verðlaun. Á sýningunni í dag veltu gestir því fyrir sér hvenær þetta var síðast haldið en engin virtist vita það með vissu, ekki heldur elstu menn sem eiga að muna það sem gerðist í „grárri forneskju“. Eftir að heim var komið grúskaði sá er þetta ritar í ritum Búnaðarfélags Íslands sem heita Sauðfjárræktin. Hrútasýningar fóru fram dagana 9.–12. október 1982 í öllum hreppum A-Húnavatnssýslu nema í Höfðahreppi hinum forna. Í Vindhælis og Áshreppi voru hrútarnir skoðaðir heima á hverjum bæ vegna riðuveiki í þessum sveitum. Þátttakan var nokkuð góð. 

Hrútasýningar 1986 voru mjög illa sóttar en þær stóðu yfir frá 26. september til 19. október. Þarna var riðan orðin nokkuð algeng í sveitum sýslunnar og bannað að koma saman með hrútana. Líklega var þetta síðasta héraðssýningin í A-Hún.

Sýningin í dag minnti um margt á sýningarnar sem haldnar voru hér áður fyrr og ekki var annað að heyra en þátttakendum og gestum finnist að svona viðburður megi festast í sessi. Vonandi verður framhald á.

Gunnar Rúnar Kristjánsson
Sauðfjárbóndi

Heimildir:
Búnaðarfélag Íslands. Reykjavík 1982. Sauðfjárræktin 1. árg. ritstj. Sveinn Hallgrímsson
Búnaðarfélag Íslands. Reykjavík 1987. Sauðfjárræktin 4.-5.. árg. ritstj. Sigurgeir Þorgeirsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga