Frá heimsókninni í dag. Ljósm: FB/Lögregan á NV.
Frá heimsókninni í dag. Ljósm: FB/Lögregan á NV.
Fréttir | 25. október 2018 - kl. 15:28
Heimsókn á lögreglustöðina

Elstu börnin á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi fóru í dag í heimsókn á lögreglustöðina. Þar tók Höskuldur B. Erlingsson lögregluþjónn á móti þeim og sýndi húsnæði lögreglunnar, fór yfir öryggisbúnað, leyfði börnunum að heyra í sírenum lögreglubílsins og margt fleira. Í lok heimsóknarinnar fengu allir safa og kleinur. Sagt er frá heimsókninni á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin, og þar segir að alltaf sé gaman að taka á móti ungviðinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga