Fréttir | 01. nóvember 2018 - kl. 14:39
Sala á Neyðarkallinum hefst í dag

Árlegt fjáröflunarátak björgunarsveitanna hefst í dag og ganga björgunarsveitarmenn í hús dagana 1.-3. nóvember og bjóða Neyðarkall til sölu. Neyðarkallinn er í þetta sinn tileinkaður 90 ára afmæli Landsbjargar. Félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu, Björgunarsveitinni Húnum og Björgunarsveitinni Strönd verða á ferðinni næstu daga í Húnavatnssýslum og selja Neyðarkallinn. Fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vilja kaupa Neyðarkallinn geta einnig haft samband við þessar björgunarsveitir. Neyðarkallinn kostar kr. 2.000.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga