Fréttir | 01. nóvember 2018 - kl. 15:47
Kvöldspjall um ferðaþjónustu í A-Hún.

Ferðamálafulltrúi og Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu standa fyrir kvöldspjalli áhugafólks um ferðaþjónustu í sýslunni, miðvikudagskvöldið 7. nóvember næstkomandi klukkan 20:00 í Eyvindarstofu. Elsa Arnardóttir og Jóhanna Pálmadóttir mæta og segja frá nýjungum varðandi Prjónagleði og fleiru áhugaverðu. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga