Hæfileikarík ungmenni. Ljósm: Grunnskóli Húnaþings vestra.
Hæfileikarík ungmenni. Ljósm: Grunnskóli Húnaþings vestra.
Fréttir | 06. nóvember 2018 - kl. 14:46
Boðuð á úrtaksæfingu hjá U15

Þrjú ungmenni úr Húnaþingi vestra voru boðuð á úrtaksæfingu hjá U15 landsliðinu í fótbolta síðustu helgina í október. Þetta voru þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Sveinn Atli Pétursson og Hilmir Rafn Mikaelsson en öll eru þau í 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra. Æfingarnar voru kynjaskiptar og 18 ungmenni af hvoru kyni. Í lok janúar verður valið í U15 liðið og verður spennandi að fylgjast með hvort þau komist áfram. Sagt er frá þessu á vef Grunnskóla Húnaþings vestra.

Í maí síðastliðnum var Sveini og Hilmi boðið að fara með Fjölni til Spánar á fótboltamót. Ánægja var með frammistöðu þeirra á mótinu og þeim boðið að ganga til liðs við Fjölnir sem þeir gerðu. Báðir eru þeir spenntir yfir tækifærinu sem þeir hafa fengið þó það hafi verið pínu erfitt gagnvart vinum sínum og tilfinningum gagnvart Kormáki. Þeir fara að jafnaði tvisvar í mánuði á æfingar en þegar Íslandsmótið var fóru þeir mun oftar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga