Mynd af vef MMR.
Mynd af vef MMR.
Fréttir | 06. nóvember 2018 - kl. 16:17
Ánægja með sumarveðrið mismikil

Landsmenn voru ekkert sérlega ánægðir með veðrið á landinu í sumar ef marka má nýja könnun MMR á veðuránægju íbúa landsins. Ekki nema 31% landsmanna sögðust ánægðir með veðrið á Íslandi í sumar. Um umtalsverðan samdrátt á veðuránægju er að ræða á milli ára en 80% landsmanna sögðust ánægðir með veðrið sumarið áður. Á hinn bóginn voru 88% sem kváðust ánægð með sumarfríið sitt sem er svipaður fjöldi og í fyrra.

Um 29% íbúa á Norðvestur- og Vesturlandi sögðust ánægðir sem sumarveðrið og mældust þeir næst hæst í ánægju með sumarið. Íbúar á Norðaustur- og Austurlandi voru ánægðastir þar sem 82% svarenda kváðust frekar eða mjög ánægðir með veðrið.

Ánægjan var minnst á meðal íbúa á Suðurlandi en einungis 14% þeirra tjáðu ánægju með veðrið í sumar. Um 21% íbúa í nágrenni Reykjavíkur sögðust ánægðir með veðrið í sumar og 22% Reykvíkinga.

Sjá má nánar um könnun MMR hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga